BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar

06.03.2018

Lógó BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli. Mikill munur er þó á milli uppbyggingu grindanna í Pathfinder og Navara en Navara bifreiðar hafa verið innkallaðar þar sem hætta er á því að grindin geti brotnað i tvennt. 

Í tilkynningunni kemur fram að eigendur bifreiða sem eru yngri en 12 ára séu hvattir til að koma með bifreiðarnar í skoðun til BL ehf. til að hægt sé að mæla styrkleika grindanna. Ef það kemur í ljós að styrkleiki grinda sé ekki nægilegur miðað við staðla muni BL ehf. grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við Nissan.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fara með bifreiðina í skoðun hjá BL ehf. og fá úr því skorið hvort að grindin sé í lagi eða ekki.

TIL BAKA