Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf. Innkallar bifreiðar

08.03.2018

Volkswagen vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að startari gæti ofhitnað og eldur gæti brotist út. Bílarnir verða kallaðir inn til skoðunar á næstu dögum og skipt um segulrofa á startara ef framleiðslunúmer startara er innan ákveðinna marka

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Heklu ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA