Fara yfir á efnisvæði

Suzuki innkalla GSXR1000/R L7 og L8 bifhjól

15.03.2018

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifhjólum. Ástæða innköllunar er að sökum ófullnægjandi forritunar á vélartölvu getur það gerst þegar skipt er milli fyrsta og annars gírs og ökumanni mistekst að tengja annan gír á engin gírsstaða á sér stað. Við þetta á sér stað mikill snúningur á vél. Ef ökumaður skiptir í annan gír án þess að aftengja kúplingu við mikinn vélarsnúning verður of mikið álag á drifbúnað sem getur orðið til þess að drifkeðja teygist eða í versta tilfelli að drifkeðja fari af eða slitni. Slitni eða fari drifkeðja af verður mótorhjólið afllaust. Viðgerð er fólgin því að Skipt er um vélartölvu, ástand drifkeðju athugað og skipta um hana ef þurfa þykir.

Neytendastofa hvetur bifhjólaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifhjól og hafa samband við Suzuki bíla ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA