Hættulegt bað og skiptiborð

04.04.2018

Neytendastofu barst tilkynning frá systurstofnun Neytendastofu í Frakklandi sem varðaði innköllun á skiptiborði því komið hafði í ljós alvarlegur hönnunargalli. Bilið milli skiptiborðsplötunnar og baðsins sem er undir henni var of breitt svo að hætta var á að barn festi höfuð sitt á milli. Slíkt getur valdið alvarlegum slysum.

Umrætt skiptiborð er af tegundinni Bébé 9 og ekki er vitað til þess að það sé til hér á landi.

Neytendastofa hvetur alla foreldra til að leiða hugann að mögulegum slysagildrum hvort sem um er að ræða skiptiborð, ungbarnarúm, kerrur, leikföng, fatnað eða hvað eina sem snýr að ungbörnum. Eftirlitsstofnanir Evrópulandanna nota Rapex kerfið til að skiptast á upplýsingum um hættulegar vörur og Neytendastofa tekur við ábendingum um slíkar vörur.

Hérna er að finna hlekk sem opnar vikulegt yfirlit um vörur sem hafa verið tilkynntar og metnar hættulegar.

TIL BAKA