Bílaumboðið Askja innkallar Kia Rio bifreiðar

11.05.2018

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. varðandi innköllun á 132 Kia Rio bifreiðum, árgerð 2016 til 2018.

Ástæða innköllunar er að í vissum tilfellum virkar barnalæsing í afturhurðum ekki eins og hún á að gera. Skoðun og viðgerð tekur um það bil 15 til 50 mínútur felst í því að farið ef yfir læsingar og skipt um barka og festingar ef þess þarf.

Bílaumboðið Askja mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf um innköllunina.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA