Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen

18.05.2018

Volkswagen vörumerkiðNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri. Skipta þarf um stýringuna sem læsir höfuðpúðum á báðum framsætum. Á Íslandi eru 8 Volkswagen Passat og 1 Volkswagen Golf sem innköllunin á við um. Bréf verður sent til eigenda bílana á næstu dögum.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA