Klettur sala og þjónusta innkallar Scania vörubifreiðar

22.05.2018

Scania vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kletti sölu og þjónustu ehf um innköllun á 11 Scania vörubifreiðum af ágerðum 2014 – 2017. Ástæða innköllunarinnar er að hlífar fyrir metan gaskúta eru ekki fullnægjandi sem getur valdið því að yfirborð gaskútana gætu skemmst.

Gaskútarnir verða skoðaðir ásamt því að aukahlífum verður bætt við.

Á Íslandi eru 11 Scania bílar sem innköllunin á við um. Bréf verður sent til eigenda á næstu dögum.

TIL BAKA