Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól

24.05.2018

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.

Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að SLADDA reiðhjólið hlaut Red dot hönnunarverðlaunin og hefur verið til sölu á 26 mörkuðum. Það var selt á Íslandi frá ágúst 2016 til nóvember 2017. Við erum stolt af hönnun hjólsins og þeim áformum okkar að skapa sjálfbæran samgöngukost í þéttbýli. Við vitum líka að margir viðskiptavinir okkar elska SLADDA reiðhjólið sitt, en öryggið er ávallt í fyrsta sæti í IKEA.

Viðskiptavinir sem eiga SLADDA reiðhjól eru beðnir að hætta notkun þess og skila því í IKEA verslunina og fá að fullu endurgreitt. Fylgihlutir sem sérhannaðir eru til notkunar með SLADDA verða einnig endurgreiddir.

Nánari upplýsingar er að finna á IKEA.is og í þjónustuveri í síma 520 2500.

TIL BAKA