Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á hvolpasveitarbúningi hjá Hagkaup, Toys‘r‘us og Partýbúðinni

25.05.2018

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á Bessa hvolpasveitarbúningnum, með vörunúmer 610501. Búningurinn hefur verið seldur í verslunum Hagkaups, Toys‘r‘us og Partýbúðinni. Ástæða fyrir innkölluninni er sú að eyru á hatti búningsins eru úr mjög eldfimu efni. Auk þess sem poki sem fylgir með búningnum er mjög þunnur og getur því valdið köfnunarhættu þar sem hann uppfyllir ekki kröfur um lágmarks öryggi.

Í tilkynningum sem Neytendastofa hefur fengið frá verslununum kemur fram að neytendur séu hvattir til skila búningnum til verslunar sem þeir voru keyptir í og munu þeir verða endurgreiddir.

TIL BAKA