Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Corolla og Auris

01.06.2018

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um endurinnköllun á 65 Corolla og Auris bifreiðum af árgerðunum 2006 til 2010. Um er að ræða bifreiðar sem hafa fengið nýja öryggispúða fyrir farþega í framsæti í stað öryggispúða framleidum af Takata.Vegna ófullnæjandi uipplýsinga í verklýsingu er möguleiki á að staðsetning drifbúnaðar öryggispúðanns sé röng og púðinn blási ekki almennilega út í árekstri. Tryggja þarf að fyrri viðgerð sé gallalaus. Aðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu. Bréf verða send til bíleigenda á næstu dögum.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA