Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjól vegna hættu á að það brotni

02.07.2018

Innkallað hlaupahjólNeytendastofa vekur athygli á innköllun á PENDLA rafhlaupahjóli frá IKEA vegna hættu á að brettið sem staðið er á brotni og valdi slysum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á hlaupahjólinu og skila því í verslunina. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt.

IKEA hafa borist tilkynningar um atvik þar sem brettið brotnaði og í einu þessara tilvika urðu minniháttar meiðsl. Ekkert tilvikanna var á Íslandi. PENDLA rafhlaupahjól hefur verið selt í fjórum löndum undanfarið ár; Austurríki, Svíþjóð, Íslandi og Portúgal.
„Við vitum að margir viðskiptavina okkar eru hrifnir af PENDLA rafhlaupahjólinu sínu. Við hvetjum þó alla til að skila því og fá að fullu endurgreitt. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda,“ segir Petra Axdorff, vörustjóri hjá IKEA of Sweden AB.

Nánari upplýsingar eru veittar á IKEA.is og í þjónustuveri í síma 520 2500.

TIL BAKA