Innköllun á eldflaug

02.07.2018

Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á mjúkdýri sem selt hefur verið í verslunum Söstrene Grene. Um er að ræða eldflaug út tauefni sem kallast "Toy Rocket". Tauefnið getur rifnað og fyllingin því aðgengileg fyrir ungbörn. Neytendastofa hvetur forráðamenn að fjarlægja leikfangið af heimilinu.

Hægt er að skila vörunni og fá endurgreitt í verslunum Söstrene Grene.

TIL BAKA