Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr

11.07.2018

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr frá IKEA vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetji viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt.
IKEA hafa borist tvær tilkynningar um að hundar hafi fest höfuð í vatnskúplinum. Engar tilkynningar hafa borist hér á landi en aðeins átta eintök voru seld hér á landi.

TIL BAKA