Fara yfir á efnisvæði

Sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda

16.07.2018

Mynd af Innkölluðum skoteldum

Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda. Við eftirlit Neytendastofu um áramótin kom í ljós að skoteldar frá þremur söluaðilum væru ekki í lagi. Vantaði CE merkið á skotelda og einnig vantaði aðrar upplýsingar. Í framhaldi af því tók Neytendastofa ákvörðun um að leggja tímabundið sölubann á sex tegundir skotelda.

Eftir nánari skoðun var varanlegt sölu- og afhendingabann lagt á skoteldana. Um er að ræða skoteldapakka sem heitir „Úrvals pakkinn“ frá Púðurkerlingunni. Skoteldana „Flying Butterfly Rocket“ og „Jumping Cracker“ frá Stjönuljósum og „Silfurbomban“, „Bom Bing Plane“ og „Crackling“ frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Því til viðbótar var ofangreindum aðilum gert að eyða öllum eintökum ofangreindra skotelda sem enn voru til á lager.

Hægt er að lesa allar þrjár ákvarðanirnar hér.

TIL BAKA