Fara yfir á efnisvæði

Pandoro Hobby innkallar squishies

17.07.2018

Innkallað skvísleikfang

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pandoro Hobby í Smáralind. Tilkynningin er tilkomin vegna athugunar Neytendastofu í kjölfar fréttar um skaðleg efni í svokölluðum „Squishies“. Í verslun Pandoro Hobby höfðu tvær tegundir af squishies leikföngum verið seldar, þ.e. skjaldbaka og franskar kartöflur.

Vörurnar hafa ekki verið til sölu síðan í mars árið 2018, en nokkur hundruð stykki voru seld af versluninni. Viðskiptavinum Panduro Hobby verður boðið upp á að skila vörunum og fá endurgreitt.

TIL BAKA