Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

06.08.2018

Vörumerki Mitsubishi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunar er að vatn getur komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu. Þurrkur geta orðið óvirkar af þessum sökum. Viðgerðin felst í að skipta þarf um þurrkuarma.

Haft verður samband við eigendur umræddra bifreiða bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA