Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Niro Hybrid

15.08.2018

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Ösku að innkalla þurfi 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017. Ástæða innköllunar er að orðið hefur vart við galla í rafmagnsvökvakúplingu sem getur valdið olíuleka. Innkallaðar bifreiðar verða skoðaðar og fyrirbyggjandi aðgerðir framkvæmdar eftir því sem þurfa þykir. Mögulega þarf að skipta út rafmagnsvökvakúplingunni. Skoðun og viðgerð tekur allt frá 30 mínútum en stýrist að öðru leiti af verkinu sem þarf að vinna. Haft verður samband við eigendur umræddra bifreiða bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA