Fara yfir á efnisvæði

Fyrra verð og skilyrði fyrir verðhagræði á vefsíðunni gamatilbod.is

04.09.2018

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stratton ehf., rekstraraðila vefsíðunnar gamatilbod.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að hafa sýnt fram á verðlækkun

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði. Í svörum Stratton kom m.a. fram að hugmyndafræðin að baki kynningu á verðlækkun byggði á því hvað eitt stykki af vörunni myndi kosta og hvert verðið sé síðan í magninnkaupum. Í ákvörðun Neytendastofu var m.a. fjallað um það að framsetning á verði á vefsíðunni gæfi til kynna að um lækkað verð væri að ræða. Þá væri á vefsíðunni gjarnan sett tvö verð hjá vöru og strikað yfir hærra verðið. Auk þess bæri vefsíðan heitið gamatilbod.is sem vísi til þess að um raunverulegt verðhagræði sé að ræða og að vörur sem seldar séu á síðunni séu á lækkuðu verði. Þá væri á vefsíðunni almennt vísað til þess að vörurnar séu á tilboði. Ennfremur leit Neytendastofa til þess að við hverja vöru segi: „ÞÚ SPARAR [X] KRÓNUR“ og á vefsíðunni segi: „Viðskiptavinir Gámatilboð.is hafa sparað [X] kr.“

Neytendastofa taldi samanburður á raunverulegu verði vöru við fræðilegt verð vörunnar ef aðeins eitt eintak væri keypti ekki fela í sér raunverulega verðlækkun og væri því villandi fyrir neytendur. Neytendastofa taldi því rétt að banna Stratton að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA