Fara yfir á efnisvæði

GG Sport innkallar Apollo klifurbelti

12.09.2018

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun GG Sport á Apollo klifurbelti frá Grivel vegna slysahættu.
Neytendastofa hefur tekið þátt í átaksverkefni í samstarfi við önnur Evrópuríki um að skoða klifurbúnað. Neytendastofa sendi meðal annars Apollo klifurbeltin til prófunar. Niðurstöður prófunarinnar leiddu í ljós að hætta var á að beltin gætu rifnað. Þegar niðurstöður voru ljósar ákvað GG Sport að innkalla vöruna strax.

Samkvæmt tilkynningu frá GG Sport verða klifurbeltin endurgreidd og eru viðskiptavinir sem eiga beltin beðnir um að hafa samband við verslunina.

Neytendastofa hvetur þá sem eiga Apollo klifurbelti frá Grival að hætta strax notkun þeirra.

TIL BAKA