Fara yfir á efnisvæði

Húsasmiðjan innkallar barnarólu.

14.09.2018

Innkölluð barnarólaNeytendastofa vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnarólum. Rólurnar voru selda í þremur litum blá, rauð og gul. Í leiðbeiningum frá framleiðanda sem fylgja með rólunni kom fram að varan var fyrir börn eldri en 3 ára og undir 40kg. Kom síðar í ljós að þessar merkingar voru ekki réttar einnig að það vantaði viðvörunarmerkingarnar. Barnarólan er ætluð börnum yngri en þriggja ára og undir 40 kg. Vörunúmer rólunnar er 3901167.

Í tilkynningunni kemur fram að Húsasmiðjan hefur öryggi viðskiptavina ávallt í fyrirrúmi og því hefur verið tekin ákvörðun í samvinnu við Neytendastofu að hætta allri sölu á vörunni og innkalla hana.

Húsasmiðjan hvetur alla viðskiptavini sem keypt hafa þessa barnarólu um að skila henni í næstu Húsasmiðjuverslun og fá hana endurgreidda.Húsasmiðjan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Meðfylgjandi er mynd af rólunni.

TIL BAKA