Fara yfir á efnisvæði

Honda innkallar bifhjól af gerðinni CRF100FA

17.09.2018

Vörumerki Honda

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Honda bifhjól af gerðinni CRF100FA  bifreiðar af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunar er að pinni í standara getur brotnað sem gæti valdið að standarinn detti niður í akstri eða haldi ekki þegar hjólinu er lagt. Viðgerð felst í því að skipta þarf um standara. Haft verður samband við eiganda bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifhjólaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifhjól og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA