Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Avensis árgerð 2006

01.10.2018

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hliðarloftpúðar í framsætum virki ekki sem skyldi.  Hliðarpúðar í framsætum eiga að blása út við ákeyrslu á hlið bílsins. Viðgerð felst í því að umræddum loftpúðum verður skipt út fyrir nýja.   Aðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu. Eigendum þessara bifreiða verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.    Aðgerð er eigendum að kostnaðarlausu og tekur um það bil eina til tvær klukkustundir. Eigendum þessara bifreiða verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.    

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA