Fara yfir á efnisvæði

Villandi fullyrðingar

16.10.2018

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðingar um virkni fótboltadróna sem fyrirtækið Vidcom Ísland ehf. selur. Utan á umbúðum drónans stendur: „Náðu margra klukkustunda skemmtun með fótbolta-drónanum – fljúgandi, upplýsti dróninn sem þú stjórnar með höndunum“. Í leiðbeiningum sem fylgdu vörunni inni í kassa hennar komi hins vegar fram að um tuttugu til þrjátíu mínútur taki að hlaða drónann og að hann fljúgi í fimm til átta mínútur eftir hleðslu.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að skilja fullyrðinguna á þann veg að endingartími rafhlöðu væri margar klukkustundir. Útilokað væri fyrir hinn almenna neytanda að átta sig á því af fullyrðingunni einni og að raunverulegur endingartími sé einungis fimm til átta mínútur. Neytendastofa taldi því fullyrðinguna ranga og villandi.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA