Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna ehf. innkallar Opel Astra og Opel Mokka.

26.10.2018

Fréttamynd

Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að vart verði við gangtruflanir. Viðgerð felst í því að vélartölva bifreiðarinnar verður uppfærð eiganda að kostnaðarlausu.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA