Fara yfir á efnisvæði

Efna- og köfnunarhætta af squishies

29.10.2018

Mynd af squishies, kreisti-leikfang

Fyrr á árinu birti umhverfisstofnun í Danmörku niðurstöður úr prófunum á 12 mismunandi „Squishies“ kreisti leikföng. Reyndust allar vörurnar innihalda skaðleg efni, sem gátu m.a. valdið ófrjósemi og krabbameini. Sjá má myndir af þeim hér: https://mst.dk/media/150400/squishe-der-advares-imod.pdf. Í framhaldi voru tvær tegundir af leikföngum innkallaðar hér á landi.

Sérstök umræða hefur farið fram á vegum eftirlitsstjórnvalda með vöruöryggi í Evrópu um squishies kreisti leikföng. Squishies eru einföld að gerð og hönnun. Enga sérstaka hæfni þarf að hafa til að leika sér að þeim, þar sem þau eru mjúk og auðvelt er að kreista þau. Í þeim tilvikum sem leikföngin líta út eins og bangsar, afkvæmi dýra eða aðrar ungbarnavörur t.d. mjólkurpeli er ekki hægt að líta svo á að þau séu aðeins ætluð börnum eldri en þriggja ára. Því verða þau að uppfylla kröfur leikfangastaðlanna ÍST EN 71 fyrir börn undir þriggja ára. Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en þriggja ára mega t.d. ekki innihalda smáa hluti og vera þannig að valdi köfnunarhættu ungra barna.

Hvernig á að meðhöndla squishies kreistileikföng
Neytendastofa tekur undir með stjórnvöldum á Norðurlöndunum, sem hafa bent á að börn eða fullorðnir sem finni fyrir óþægindum í augum eða í öndunarvegi, eða finni fyrir óþægindum vegna lyktar frá squishies kreisti leikföngum eigi að forðast slík leikföng. Fyrir þá sem vilji gæta fyllstu varúðar, að varast að hafa squishies á heimilinu. Sænsk eftirlitsstjórnvöld benda neytendum á að kaupa ekki þessi leikföng fyrr en meira er vitað um þau og hvort að það séu skaðleg efni þeim. Neytendastofa vil vekja athygli því á að gæta þurfi þess sérstaklega að ung börn leiki sér ekki með Squishies, ekki bara vegna hættu á að efnainnihaldið sé skaðlegt heldur einnig vegna smárra hluta sem geta valdið köfnunarhættu.

Neytendastofa hefur upplýsingar um að markaðseftirlitsstjórnvöld í nágrannaríkjum okkar muni á næstunni prófa þessi leikföng sérstaklega með tilliti til efnainnihalds og mun stofnunin fylgjast vel með gangi mála.

Neytendastofa hyggst fara í eftirlit í verslanir á næstunni vegna leikfanganna.

TIL BAKA