Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar 957 Mitsubishi

04.12.2018

Vörumerki MitsubishiNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 957 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2019. Um er að ræða tegundirnar ASX, (árgerðir 2018 - 2019), Eclipse Cross (árgerðir 2018) Outlander (árgerðir 2017 - 2018) og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018). Ástæða innköllunarinnar er sú að við eftirlit kom í ljós villa í hugbúnaði fyrir árekstarmildun (FCM-system). Villan lýsir sér þannig að þegar FCM kerfið skynjar fótgangandi eða aðra hindrin framundan beitir kerfið miðlungs hemlun lengur en nauðsyn krefur. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA