Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Mitsubishi

18.12.2018

Vörumerki Mitsubishi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf.um að innkalla þurfi Mitsubishi ASX árgerð 2011 – 2012. Outlander og Lancer árgerð 2008 – 2012 með 2.0 lítra og 2.4 lítra bensínvél. Ástæða innköllunar er sú að sprunga getur myndast á reimastrekkjara þegar vél er undir álagi og hann að endingu brotnað. Viðgerð felst í því að skipt verður um reimastrekkjara. Þrír bílar eru á Íslandi sem innköllunin á við um og verður eigendum bílana sent bréf varðandi þessa innköllun.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA