Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið BOX

27.12.2018

Neytendastofu barst erindi Boxins verslunar þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins RSF ehf. á heitinu „BOX“ í auglýsingum á vegum félagsins. Taldi Boxið verslun að notkun RSF ehf. á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.

Neytendastofa taldi að litir, leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildu þau að verulegu leyti að og ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl vera milli fyrirtækjanna. Þá væri nokkur munur á einkennum vöru og þjónustu fyrirtækjanna þó svo starfsemi beggja tengdist sölu matvæla með einum eða örðum hætti.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA