Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

03.01.2019

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf.um að innkalla þurfi þrjár Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum Setra og Tourismo sem framleiddar voru á árunum 2016 til 2018. Ástæða innköllunar er sú að ákveðin USB tengi af ákveðinni gerð, gætu hætt að virka eða skemmt tæki sem eru tengd við það. Við innköllun eru USB tengi bifreiðanna aftengd uns lausn fæst á því hvernig best verður staðið að viðgerð.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA