Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Artasan ehf. um virkni varanna Rosalique, Effitan og Brizo bannaðar

04.01.2019

Neytendastofu bárust ábendingar vegna nokkurra fullyrðinga í auglýsingum fyrirtækisins Artasan ehf. um virkni vara á þeirra vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á kreminu Rosalique, flugnafælunni Effitan og fæðubótarefninu Brizo.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu á grundvelli fyrirliggjandi gagna að fullyrðingarnar um m.a. virkni Rosalique á rósroða, að efnið DEET sé skaðlegt og að Brizo stuðli að eðlilegri starfsemi blöðruhálskirtilsins væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna. Með vísan til framangreinds var Artasan bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og þeim fyrirmælum beint til fyrirtækisins að fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda umræddar fullyrðingar af þeim samfélagsmiðlum þar sem þeim hefur verið komið á framfæri.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA