Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 2245 bifreiðar

21.01.2019

Lógó toyota

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018.  Um er að ræða 2245 bifreiðar af gerðunum Yaris árg 2015 -2018 (1556 eintök), Hilux árg 2015 til 2018 (176 eintök), Auris árg 2003 til 2008 (317 eintök) og Corolla árg 2003 til 2008(23 eintök). Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata. 

Við innköllun er skipt um loftpúða eða hluta af honum. Viðgerð tekur allt frá einni klukkustund til tæpra fimm klukkustunda. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA