Fara yfir á efnisvæði

Hættulegur leikfangahljóðnemi innkallaður

28.01.2019

Innkallaður hljóðnemi leikfangNeytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangahljóðnemanum “Microphone with light”, vörunr. 29389 hjá versluninni Leikfangalandi. Kom í ljós við prófun að varan brotnaði auðveldlega og við það gátu litlar hnapparafhlöður dottið úr. Vegna smæðar er hætta á að börn gleypi þær sem getur verið lífshættulegar. Auk þess sem börn geta kafnað ef þau setja smáa hluti upp í sig. Einnig reyndust hlutir í leikfanginu innihalda blý, en blý er þungmálmur sem hefur verið bannaður t.d. í leikföngum og raftækjum.

Leikfangalandi var einnig gert að birta neytendum viðvörun um að þeir skyldu skila eða eyða vörunni á öruggan hátt.
Neytendastofa hvetur þá sem eiga leikfangahljóðnemann að skila honum til verslunarinnar eða losa sig við hann.

Málið kom upp við eftirlit Neytendastofu vegna þátttöku í samstarfsverkefni með vörueftirlitsstjórnvöldum í Evrópu. Markmið verkefnisins var að kanna öryggi rafmagns- og rafhlöðuleikfanga á íslenskum markaði og hvort þau stæðust viðeigandi lágmarkskröfur.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA