Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

12.02.2019

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2018. Með ákvörðuninni taldi Neytendastofa að Arion banki hefði brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.

Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi aftur á móti að um væri að ræða sérstaka lagaheimild til að breyta vöxtunum sem byggði á bráðabirgðaákvæði laga um vexti og verðtryggingu. Ákvæðið mælti fyrir um hvernig framkvæma skyldi uppgjör vegna neytendalána vegna kaupa á húsnæði og fólu í sér tengingu lánsfjárhæðar við gengi erlendra gjaldmiðla. Þar sem kröfur sem gerðar eru til vaxtaendurskoðunar lánveitanda í lögum um neytendalán og laga um vexti og verðtryggingu stangast á taldi áfrýjunarnefndin að skýra ætti upplýsingaskylda laga um neytendalán með hliðsjón af bráðabirgðaákvæði laga um vexti og verðtryggingu og felldi þar af leiðandi ákvörðun Neytendastofu úr gildi.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA