Fara yfir á efnisvæði

Húsgagnaheimilið innkallar barnaburðarpoka

11.03.2019

Innkallaður barnaburðarpoki

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Húsgagnaheimilinu á hættulegum barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. Á pakkningunni stendur 3-way baby carriers og þeir heita Childhome Superstar. Framleiðandinn tilkynnti um innköllun eftir að í ljós kom að burðarpokinn væri hættulegur í notkun fyrir barnið. Kom í ljós að endingartími burðarpokans er ekki mikill þar sem slit myndast við bönd og festingar sem getur orðið til þess að barnið detti úr pokanum. Á pokanum er einnig plastmiði sem losnar auðveldlega. Barn getur stungið miðanum upp í sig og við það myndast köfnunarhætta.

Burðarpokinn hefur verið til sölu í Húsgagnaheimilinu við Fossaleyni og í vefverslun verslunarinnar. Hægt er að skila Childhome Superstar burðarpokanum í Húsgagnaheimilið og fá endurgreiðslu.

Neytendastofa hvetur foreldra til að hætta notkun burðarpokanna strax og hafa samband við Húsgagnaheimilið.

TIL BAKA