Fara yfir á efnisvæði

Hættulegur barnaburðarpoki innkallaður

22.03.2019

Bieco´s burðarpoki

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á barnaburðarpoka frá Bieco´s sem fengist hefur í verslun Ólavía og Oliver. Kom í ljós við prófun að burðarpokinn er ekki öruggur fyrir börn. Hætta er á að böndin yfir axlirnar haldi ekki og því hætta á að barnið geti dottið úr pokanum. Einnig reyndust viðvaranir og leiðbeiningar ekki í lagi.  Ólavíu og Oliver var einnig gert að birta neytendum viðvörun um að þeir skyldu skila eða eyða vörunni á öruggan hátt.

Neytendastofa hvetur þá sem eiga burðarpoka frá Bieco´s að skila honum til verslunarinnar.
Málið kom upp við eftirlit Neytendastofu vegna þátttöku í samstarfsverkefni með vörueftirlitsstjórnvöldum í Evrópu. Markmið verkefnisins var að kanna öryggi barnaburðarpoka á íslenskum markaði og hvort þau stæðust viðeigandi lágmarkskröfur.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA