Fara yfir á efnisvæði

Lénið eydirinn.is

25.03.2019

Neytendastofu barst erindi Meindýraeyðis Íslands þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Meindýraþjónustan á léninu eydirinn.is og netfanginu meindyr@eydirinn.is. Taldi Meindýraeyðir Íslands að að hætta væri á ruglingi milli fyrirtækjanna, en Meindýraeyðir Íslands er með lénið eydir.is og netfangið meindyr@eydir.is. Lénið og netfangið væri það nákvæmlega sama fyrir utan viðbættan greini.

Meindýraþjónustan hafnaði þessu og sagði Meindýraeyðir Íslands gæti ekki haft einkarétt á léni og netfangi sem hefði svona almenna skírskotun til starfseminnar og starfstéttarinnar.

Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að aðilarnir væru keppinautar á sama markaðssvæði væri notkun orðsins í léni og netfangi aðila málsins ekki brot gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu. Þar sem um væri að ræða almennt og lýsandi orð fyrir þá þjónustu sem þeir veita. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA