Fara yfir á efnisvæði

Duldar auglýsingar bannaðar

08.04.2019

Neytendastofa hefur bannað Heklu og tónlistarmanni að nota duldar auglýsingar á Instagram og facebook.

Neytendastofu bárust ábendingar um færslur Heklu og tónlistarmanns á samfélagsmiðlunum Instagram og facebook þar sem hugsanlega væri duldar auglýsingará AudiQ5 bifreið. Neytendastofa krafði Heklu um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina og hver aðkoma fyrirtækisins hefði verið að umfjölluninni. Við meðferð málsins kom fram að Hekla gerði samkomulag við tónlistarmanninn um m.a. markaðssetningu á bifreiðinni auk þess sem gerður var rekstrarleigusamningur um afnot af bifreið til einkanota.

Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi.

Ákvarðanirnar má nálgast hér: Ákvörðun 15 , Ákvörðun 16

Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar fyrir áhrifavalda og fyrirtæki má nálgast hér.

TIL BAKA