Fara yfir á efnisvæði

Base Capital gert að greiða dagsektir

15.04.2019

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Base Capital skuli greiða dagsektir kr. 100.000 á dag þar til félagið gerir viðeigandi breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu. Þetta er önnur sektarákvörðunin sem stofnunin tekur vegna sömu viðskiptahátta Base Capital.

Í fyrri ákvörðunum var niðurstaða Neytendastofu sú að Base Capital gæti ekki sannað fullyrðingar á vefsíðu sinni um að vera með ódýrasta daggjaldið og um fría „valet“ þjónustu. Þar sem Base Capital hefur ekki enn farið að ákvörðunum Neytendastofu telur Neytendastofa nauðsynlegt að leggja dagsektir á Base Capital

Dagsektarákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA