Fara yfir á efnisvæði

Fisher Price innkallar hættulegar Rock ‘n Play vöggur

15.04.2019

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Ástæðan er að vöggurnar eru ekki öruggar þegar börn fara að hreyfa sig. Tilkynnt hefur verið um 30 ungbörn sem hafa látið lífið við það að vaggan valt. Slysin hafa orðið þegar barn snýr sér á hliðina eða veltir sér. 

Innköllunin nær til 4.7 milljóna vagga af gerðinni Rock 'n Play, en í Evrópu hefur vagga af gerðinni FWX180 aðallega verið seld. 

Flestar Rock ‘n Play vöggurnar hafa verið seldar í Bandaríkjunum eða 95%, en einnig hafa þær fengist í Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Þó að varan hafi ekki verið seld á Íslandi þá hefur verið hægt að panta hana á vefverslunum til dæmis á Amazon, en þeir sem keypt hafa hana þar mun Amazon hafa samband við.

Neytendastofa hvetur alla sem eiga þessa vöru til að hætta notkun hennar strax.

TIL BAKA