Fara yfir á efnisvæði

Facebook breytir skilmálum sínum og skýrir notkun á gögnum

17.04.2019

Að kröfu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Facebook breytt skilmálum sínum og skýrt fyrir neytendum notkun sína á gögnum um þá. Krafan var gerð í kjölfar rannsóknar á notkun Facebook á gögnum.

Var þess krafist að Facebook upplýsti neytendur með skýrum hætti hvernig fyrirtækið er fjármagnað og hvaða tekjum það aflar með því að nýta gögn neytenda. Þess var einnig krafist að Facebook breytti skilmálum sínum til samræmis við lög Evrópusambandsins á sviði neytendaréttar.

Fyrirtækið hefur uppfært skilmála sína þannig að þeir séu skýrir um það hvernig fyrirtækið notar gögn notenda til að greina þá og beina auglýsingum til þeirra. Nýju skilmálarnir útskýra hvaða þjónustu Facebook selur til þriðju aðila sem er byggð á nýtingu gagna notenda, hvernig neytendur geta lokað aðgangi sínum og hvaða ástæður geta leitt til þess að aðgangur sé gerður óvirkur.

Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér: http://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-2048_en.htm

TIL BAKA