Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Guide to Iceland um mesta úrval ferða og lægsta verðið

17.04.2019

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga á heimasíðu Guide to Iceland. Um var að ræða fullyrðingar um stöðu fyrirtækisins á markaði.
Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði fullyrðingar um að það biði upp á mesta úrval ferða á Íslandi og lægsta verðið. Guide to Iceland sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um stöðu félagsins á íslenskum markaði.
Neytendastofa hefur því bannað Guide to Iceland að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Ákvörðun nr. 19/2019 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA