Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Isuzu D-Max

26.04.2019

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018.  Um er að ræða 17 bifreiðar.  Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að fjaðrablöð af aftan brotni við festingar. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina í gegnum síma og innköllunarbréf einnig sent.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.  

TIL BAKA