Fara yfir á efnisvæði

Múrbúðin innkallar þrefaldan SAN tröppustiga

30.04.2019

Stigi frá Múrbúðinni

Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á þreföldum SAN Tröppustiga frá Múrbúðinni. Komið hefur í ljós að í einni sendingu af SAN þreföldum tröppu-stigum vantaði öryggisband á einhverja stiga. Ef öryggisbandið vantar á stigann þá er hann hættulegur í notkun. Í tilkynningunni segir að alls ekki megi nota stigann ef öryggisbandið er ekki á honum. Þá kemur fram að þeir sem eigi slíka stiga, þar sem öryggisbandið vanti, séu beðnir um að koma honum til Múrbúðarinnar, Kletthálsi 7. Verslunin telur að stigarnir hafi verið til sölu frá júní 2018.
Verslunin mun skipta stiganum út fyrir nýjan stiga.

Í tilkynningunni er jafnframt bent á að þeir sem hafi spurningar geti sent póst á murbudin@murbudin.is eða hringi í síma 660-6463

TIL BAKA