Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

07.05.2019

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Askja ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz X-Class.  Um er að ræða 8 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að leiðbeiningar fyrir ísetningu dráttarbeislis frá framleiðenda voru uppgefnar fyrir of háar herslutölur. Hafi verið sett dráttarbeisli á þessar bifreiðar þarf að skipta út boltunum og herða þá með réttum hætti. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA