Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Audi A3

09.05.2019

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi A3 Saloon bifreiðar af árgerð 2018.  Um er að ræða 2 bifreiðar.  Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lásapinna fyrir höfuðpúða í aftursæti gæti vantað. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina í gegnum síma.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.  

TIL BAKA