Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á SMOK tanki fyrir rafrettur.

16.05.2019

SMOK tanki fyrir rafrettur

Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á SMOK The Cloud Beast - TFV8 tanki fyrir rafrettur í gegnum Safetygate kerfið. Tankur á rafrettum er sá hluti rafrettunnar þar sem vökvinn er geymdur, hitaður og breytt í gufu. Ástæða innköllunar er sú að engin barnalæsing er á tanknum og geta börn því auðveldlega opnað tankinn og komist í vökvann sem er geymdur í honum. Tankarnir eru ekki lengur til sölu en Neytendastofa hvetur þau sem ennþá er að nota SMOK The Cloud Beast - TFV8 tank að hætta notkun hans strax og skila honum til söluaðila.

Vitað er að eftirfarandi verslanir seldu tankinn;

•     Djákninn
•     Drekinn
•     Fairvape
•     Gryfjan
•     Icevape
•     Póló/rafrettur.is
•     Zolo & Co/zoz

Hér fyrir neðan má sjá hlekk á innköllunina úr Safetygate kerfinu og mynd af tanknum.

TIL BAKA