Fara yfir á efnisvæði

Lengd útsölu hjá ILVU

27.05.2019

Neytendastofa hefur bannað versluninni Ilvu að hafa vörur á útsölu lengur en í sex vikur. Fyrirtæki mega aðeins auglýsa verðlækkun ef hún er raunveruleg. Hluti af þeirri reglu eru takmörk fyrir því hversu lengi í senn fyrirtæki geta auglýst verðlækkun. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Neytendastofu bárust ábendingar um að útsala í versluninni hefði staðið lengur en heimilt væri. Í svörum frá versluninni kom fram að útsalan hefði staðið yfir samfellt í a.m.k. sjö vikur. 

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA