Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Sprinter

04.06.2019

lógó bílaumboðið Askja

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Um er að ræða 2 bifreiðar.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Intelligent Headlight Control virki ekki sem skyldi. Þetta getur þýtt að háu ljósin virkist ekki sjálvirkt og að ekki sé hægt að slökkva á þeim sé sjálfvirka ljósastillingin virk. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu og tekur um það bil 30 mínuútur. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA