Fara yfir á efnisvæði

Heimkaup innkallar á Stiga barnahjálma

18.06.2019

Hættulegur Stiga barnahjálmur

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Vetarsól um innköllun á Stiga barnahjálmum af gerðinni Sum XI. Barnahjálmarnir hafa verið til sölu í netverslun Heimkaups. Umræddir hjálmar eru úr plasti en plast af þessu tagi missir eiginleika sína eftir ákveðin líftíma. Framleiðandinn ábyrgist SUM XI hjálma í fimm ár frá framleiðsludegi. Framleiðsludagur má sjá með því að kíkja inn í hjálminn.

Innköllunin nær til um það bil hundrað Stiga Sum XI hjálma sem seldir voru í verslun Heimkaupa. Kaupendum þessara hjálma er bent á að hætta notkun þeirra strax og skila til Heimkaupa.

TIL BAKA