Fara yfir á efnisvæði

Airbnb gerir verðframsetningu skýrari

12.07.2019

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem hefur verið gert við Airbnb. Í tilkynningu kemur fram að gert hafi verið samkomulag við Airbnb um að farið verði að kröfum Framkvæmdarstjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu um að bæta upplýsingar um verð á vefsíðu sinni.

Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:

    • Þegar leitað er að gistingu á vefsíðu Airbnb með ákveðnum dagsetningum þá sjá neytendur heildarverð í leitarniðurstöðu. Það munu því ekki bætast við óvænt viðbótargjöld á síðari stigum kaupferlisins.

     • Airbnb gerir skýran greinarmun á því hvort gisting sé sett á markað af einstaklingi eða aðila sem hefur atvinnu af því að leigja húsnæði.

    • Airbnb setur fram hlekk þar sem vísað er til vettvangs fyrir úrlausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum um úrlausn deilumála.

Airbnb hefur einnig breytt skilmálum sínum varðandi eftirfarandi:

    • Fram kemur að neytendur geta sótt mál á hendur Airbnb fyrir dómstólum í heimalandi sínu.

    • Fram kemur að neytendur hafa rétt til að lögsækja leigusala vegna hvers konar tjóns.

    • Skuldbundið sig að breyta ekki einhliða skilmálum sínum án þess að gera neytendum grein fyrir því fyrirfram og án þess að gefa þeim möguleika á að rifta samning.

Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér:

http://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-3990_en.htm

TIL BAKA